TF-SIF flýgur með vísindamenn

  • SIF_MG_2982

Þriðjudagur 3. apríl 2012

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF flaug í gær með vísindamenn yfir Öskjuvatn til að kanna aðstæður á svæðinu með  hitamyndavél,  eftirlits- og leitarratsjá fllugvélarinnar.

_MG_3255

Óskað var eftir aðstoð TF-SIF þar sem að í mars kom í ljós að Öskjuvatn var orðið íslaust, sem þykir óvanalegt og gerist öllu jafna ekki fyrr en í lok júní eða byrjun júlí. Óvenjuhlýtt var á landinu í mars, en önnur vötn á hálendinu t.d. eins og Hágöngulón, og Mývatn, eru ekki orðin íslaus þrátt fyrir það. Vegna þessa þótti vísindamönnum Veðurstofunnar og Jarðvísindastofnunar ástæða til að kanna Öskjuvatnið nánar með TF-SIF en notkunarmöguleikar hennar á sviði almannavarna eru gríðarlegir þar sem m.a. er unnt að greina breytingar á landslagi svo sem hæðarlínur í jöklum, eldfjöllum og snjóalögum með búnaði vélarinnar.

03042012_Askja1
Öskjuvatn. Mynd TF-SIF

 Í ljós kom að Öskjuvatnið er alveg íslaust og engin fljótandi ís á því. Þekktu jarðhitasvæðin þrjú á svæðinu voru vel virk, en engin auðsjáanleg merki nýs yfirborðshita var sjáanlegur.  Stóra askjan var undir snjóþekju og engin bræðsla var sjáanleg.  Nú er unnið að því að taka ákvörðun um frekari aðgerðir, sem miða að aukinni vöktun á svæðinu til að fylgjast náið með framvindu mála.

03042012_Kverkfjoll

Hiti í Kverkjökli, sem þykir eðlilegt.