Þyrla sótti slasaðan svifdrekaflugmann

  • _MG_5772

Fimmtudagur 19. apríl 2012

Landhelgisgæslunni barst um kl. 15:00 í dag beiðni frá Neyðarlínunni um aðstoð þyrlu eftir að sviffluga brotlenti suðvestur af Hveragerði. TF-GNA fór í loftið kl. 15:16 og flaug beint að slysstaðnum í klettabelti  Núpafjalls. Mikill bratti var á slysstað og svæðið í kring erfitt yfirferðar.

Þegar þyrlan var komin á slysstað kl. 15:38 var ljóst nauðsynlegt yrði að hífa konuna upp beint af slysstaðnum og var það gert.  Höfðu björgunaraðilar þá búið um meiðsli hinnar slösuðu og aðstoðuðu sigmann og lækni á staðnum. Var sjúklingur þvínæst hífður um borð í þyrluna.  Flogið var af slysstað kl. 15:44 og lent við Landspítalann í Fossvogi kl. 16:05.

Hér er myndband sem Einar Sveinsson, félagi í Hjálparsveit Skáta í Hveragerði tók á vettvangi.