Varðskip dregur norskt línuskip til hafnar

  • Torita_IMG_3954-(7)

Föstudagur 27. apríl 2012

Upp úr klukkan fjögur í morgun tók varðskipið Ægir norska línuskipið TORITA í tog undan austurströnd Grænlands. Beiðni um aðstoð frá skipinu barst Landhelgisgæslunni á miðvikudag þegar það var statt um 500 sml SV af Garðskaga eða á mörkum íslenska leitar- og björgunarsvæðisins og þess grænlenska. TORITA  er 377 tonna línuskip og um 40 metra langt með 13 manns í áhöfn. Ef ferð skipanna gengur samkvæmt áætlun verða þau kominn til hafnar á sunnudagskvöld eða aðfaranótt mánudags.

Torita_IMG_3954-(5)

Meðfylgjandi eru myndir frá varðskipinu Ægi sem voru teknar í morgun þegar línu var skotið yfir í TORITA.

Torita_IMG_3954-(3)
Torita_IMG_3954-(2)
Torita_IMG_3954-(8)
Torita_IMG_3954-(1)Torita_IMG_3954-(4)
Torita_IMG_3954-(6)