Kveðjukaffi í Skógarhlíðinni

  • SS_Kaffi_Adal

Föstudagur 27. apríl 2012

Tveir starfsmenn Landhelgisgæslunnar létu af störfum í dag eftir áratuga farsælt starf. Eru það þær Sjöfn Axelsdóttir, sem starfað hefur í 33 ár sem sjókortagerðarmaður hjá sjómælingadeild Landhelgisgæslunnar og Sigríður Ólafsdóttir sem annaðist mötuneyti Landhelgisgæslunnar á Seljavegi frá árinu 2003 og síðar ræstingar í Skógarhlíð. 

Sjöfn Axelsdóttir hóf störf hjá Sjómælingum Íslands árið 1978 og má segja að hún sé annar tveggja kvenkyns frumherja í greininni innan sjómælingasviðs Landhelgisgæslunnar. Reyndar þekkir hún kortagerðargreinina frá fleiri sjónarhornum en margur, en hún starfaði einnig hjá Landmælingum Íslands um tíma.

Til heiðurs þeim stöllum var haldið kveðjukaffi í morgun og eru hér myndir sem voru teknar af því tilefni.

SS_Kaffi9
Þórir Haraldsson, fyrrv. starfsmaður sjómælingasviðs, Ólafur Thorlacius, fyrrv. deildarstjóri kortadeildar, Þórður Gíslason, sjókortagerðarmaður, Lilja Guðrún Jóhannesdóttir, fulltrúi, Birgir Þ. Jónsson, lagerstjóri og Ragnheiður Þórólfsdóttir, gjaldkeri. Standandi Harpa Karlsdóttir, fulltrú og Hjalti Sæmundsson, aðalvarðstjóri í stjórnstöð LHG.

SS_Kaffi6
Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs þakkaði Sjöfn fyrir ánægjulegt samstarf sem og farsælt og faglegt áratugastarf innan sjómælingasviðs og óskaði henni velfarnaðar. Hjá honum standa vi. megin Emil Sigurðsson, yfirstýrimaður, Sigurður Ásgrímsson, deildarstj. sprengjudeildar og hæ. megin Níels B. Finsen, verkefnisstjóri og Árni Þ. Vésteinsson, deildarstj. sjókortadeildar.

SS_Kaffi
Sjöfn Axelsdóttir, Snjólaug Guðjohnsen samstarfskona hennar hjá sjómælingadeild  og Sigríður Ólafsdóttir.

SS_Kaffi8
Sjöfn tekur við blómvendi af Kristínu Viktorsdóttur hjá starfsmannasviði LHG

SS_Kaffi10
Árni Þór Vésteinsson, deildarstjóri kortadeildar þakkaði Sjöfn innilega fyrir samstarfið og svifu fingurkossar yfir kaffiborðið.

SS_Kaffi12
Gjafir í poka

SS_Kaffi17
Kristinn Helgason, fyrrv. starfsmaður hjá sjómælingasviði sagði frá góðu samstarfi á árum áður

SS_Kaffi14
Svanhildur Sverrisdóttir, mannauðsstjóri þakkaði Sigríði Ólafsdóttur fyrir samstarfið og færði henni blómvönd

SS_Kaffi_Adal
Sjöfn Axelsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir