Varðskipið Þór á leið til Íslands
Mánudagur 30. apríl 2012
Varðskipið Þór, hélt síðdegis í gær frá Bergen í Noregi og kom snemma í morgun til eyjunnar Kvamsøya í Noregi en þar tók varðskipið prammann Hrapp sem er í eigu Suðurverks en leigður af Ístak fyrir framkvæmdir í Noregi. Verður hann dreginn til Íslands.
Lagt var af stað síðdegis frá Kvamsøya en áætlað er að siglingin sem er 836 sjómílna löng taki um vikutíma.
Hér eru myndir frá v/s Þór.
1. maí. Á leið um borð í prammann Hrapp
1. maí. Um borð í Hrappi
1. maí. Yfirstýrimaður skoðar dráttarbúnaðinn um borð í Hrappi
1. maí. Varðskipið Þór með prammann í togi.
30. apríl. Hrappur kominn á stb. síði v/s ÞÓRS.
30. apríl. Áhöfnin fylgist með
30. apríl. Vinna hafin við að tengja dráttaratug frá v/s ÞÓR í HRAPP.
30. apríl. Kvamsøya í Noregi
30. apríl. Lokið við að tengja dráttartaugina.
30. apríl. Drátturinn hafin, haldið áleiðis til Íslands 836 sjómílna ferðalag fyrir höndum.
30. apríl. Fer vel á dráttarbúnaði í HRAPPINN.