Skip í línudansi á Reykjaneshrygg

  • HelgaMaria

Mánudagur 14.maí 2012

Varðskip og flugvél Landhelgisgæslunnar hafa að undanförnu  verið við eftirlit á SV-djúpi og Reykjaneshrygg en þar hefur verið nóg um að vera.  Flugvélin  TF-SIF flaug um svæðið í dag og var m.a. haft samband við íslenskt skip  sem sagði aflabrögðin vera sæmileg en samtals eru þar nú 33 skip að veiðum, 17 rússnesk, 7 íslensk, 4 norsk, 3 spænsk og eitt frá Portúgal og Litháen. Einnig er á svæðinu þýskt eftirlitsskip. Sem fyrr eru flest skipin í línudansi við mörk íslensku efnahagslögsögunnar.

HelgaMaria 
Íslenska skipið Helga María, AK

RHryggur14052012
Kort sem sýnir hvernig skipin raða sér á línuna.