Mikill árangur hefur náðst í rafmagnssparnaði

  • Gunnolfsvfjall

Fimmtudagur 6. júní 2012

Með samstöðu starfsmanna á ratsjárstöðvunum fjórum og á umsjónarsvæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli hefur náðst mikill árangur milli ára í rafmagnssparnaði. Nemur heildarlækkun rafmagnskostnaðar frá janúar 2011 til apríl 2012 rúmum sex milljónum króna.

Heildarrafmagnskostnaður  fyrstu fjóra mánuði ársins 2011 nam um 26,5 milljónum en á sama tímabili í ár nam kostnaðurinn rúmum 20 milljónum króna.  Er lækkunin árangur skoðunar og úttektar verkfræðistofu VJI á rafmagnsnotkun og dreifingu innan ofangreindra svæða. Frá þeim og starfsmönnum Landhelgisgæslunnar bárust margar gagnlegar ábendingar um hvað mætti betur fara við notkun á rafmagni.  Með samstöðu starfsmanna hefur þessi árangur náðst og með sameiginlegu átaki er stefnt á að ná fram enn frekari sparnaði. Er þeim óskað til hamingju með þennan frábæran árangur.