Kvennasmiðjan heimsótti varðskip

  • 2012-02-05-Thor-c

Mánudagur 11. júní 2012

Hópur nemenda frá Kvennasmiðjunni sem starfrækt er á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar heimsótti nýverið varðskip sýndi Snorre Greil, stýrimaður þeim helstu vistarverur og búnað skipsins. Kvennasmiðjan er hugsuð fyrir einstæðar mæður á aldrinum 24 - 45 ára og miðar að því að bæta lífgæði þátttakenda og styðja þá út á vinnumarkað eða í frekara nám. Konurnar í hópnum voru um 12 talsins og komu með þeim nokkur börn sem komin voru í skólafrí, einnig fylgdi þeim leiðbeinendi en vinnustaðaheimsóknir eru hluti af náminu í Kvennasmiðjunni.