Umferðareftirlit úr þyrlu LHG

  • Umferdareftirlit_LHG_Logr040808

Mánudagur 2. júlí 2012

Landhelgisgæslan og lögreglan hafa m.a. samstarf um umferðareftirlit úr þyrlu og var um helgina farið í eftirlit um Suðurland.  Í eftirlitinu fer lögreglumaður með þyrlunni í eftirlit og annast hraðamælingar í samstarfi við þyrluáhöfn.  Stuðst er við sérstakar verklagsreglur við mælingarnar. 

Ökuþórum með þungan bensínfót bregður sjálfsagt í brún að vera staðnir að verki með þessum hætti og lenti einn í því um helgina að vera tekinn á 116 kílómetra hraða.  Hann játaði um leið er þyrlan hafði stöðvað hann.  Að sögn áhafnar þyrlunnar var þó lítið um hraðakstur og bílstjórar almennt í mestu rólegheitum.