Þyrluáhöfn fer að nýju til leitar að hvítabirni

  • NC2009_WEEK2_DOUG_ELSEY_PHOTO__104

Föstudagur 6. júlí 2012

Landhelgisgæslan hefur í samráði við lögregluna á Blönduósi tekið ákvörðun um að þyrla Landhelgisgæslunnar fari að nýju til leitar að hvítabirni sem erlendir ferðamenn töldu sig sjá á sundi í Húnaflóa í fyrradag. Áætlað er að leita ýtarlega svæðið umhverfis Vatnsnes. Ákveðið var að fara þetta flug í stað æfingaflugs sem áætlað var í dag og er ekki gert ráð fyrir löngum leitartíma, nema frekari vísbendingar berist.

Frekari flug eru ekki áætluð en framhaldið verður metið í samráði við lögregluna.