Þyrla kölluð út eftir að bílslys varð við Hólmavík

Mánudagur 9. júlí 2012

Landhelgisgæslunni barst kl. 16:55 beiðni frá fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um aðstoð þyrlu eftir að bílslys varð í nágrenni Hólmavíkur. TF-LIF fór í loftið um kl. 17:30 og lenti við á slysstað um kl. 18:30. Lenti þyrlan við Landspítalann í Fossvogi um kl. 19:30.