Þyrluáhöfn fór beint í annan bráðaflutning
Mánudagur 9. júlí 2012
Önnur beiðni um útkall barst Landhelgisgæslunni um kl. 19:30 í kvöld þegar þyrlan var að lenda við Landspítalann eftir bráðaflutning á Hólmavík. Óskaði fjarskiptamiðstöð lögreglunnar eftir þyrlunni til að flytja slasaða eftir umferðaróhapp á Landvegi, móts við Búrfell. Um er að ræða fimm erlenda ferðamenn. Áætlað er að þyrlan lendi við Landspítalann í Fossvogi kl. 20:45.