Eldur um borð í fiskibát suður af Stórhöfða

  • GNA_MAGGY

Fimmtudagur 19. júlí 2012

Landhelgisgæslunni barst rétt fyrir kl. 11:00 í morgun tilkynning um eld í vélarrúmi fiskibáts með sjö menn um borð sem staðsettur var um 7 sjómílur S- af Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Fljótlega tókst að slökkva eldinn en kominn var leki í vélarrúm bátsins. Samstundis var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og fór hún í loftið kl. 11:11. Einnig voru björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar,  Þór í Vestmannaeyjum og Oddur V. Gíslasonar í Grindavík kallaðir út auk þess sem nálæg skip og bátar voru beðin um að halda til aðstoðar. Ágætt veður var á staðnum og aðstæður taldar viðráðanlegar.

Fóru mennirnir strax í flotgalla og voru tilbúnir með björgunarbáta. Stóri Örn, hraðskreiður farþegabátur frá Vestmannaeyjum var fyrstur á staðinn með dælu og tók þrjá menn úr áhöfninni um borð. Sú dæla hefur undan en engu að síður sótti þyrlan TF-GNA slökkviliðsmann og aðra dælu um borð í dráttarskipið Lóðsinn. Skömmu síðar var Þór, björgunarskip SL,  kominn með bátinn í tog og var haldið til Vestmannaeyja og fylgdi þeim dráttarbáturinn Lóðsinn sem síðar tók við drættinum. Komið var til hafnar í Vestmannaeyjum upp úr klukkan tvö.

Myndir áhöfn TF-GNA
Mynd af TF-GNA og humarbátnum Maggý var tekin af Óskari Pétri Friðrikssyni

LHG_Maggy6

LHG_Maggy5
LHG_Maggy2

LHG_Maggy7

LHG_Maggy9