Portúgal kemur til loftrýmisgæslu

  • H1 Ground20

Þriðjudagur 7. ágúst 2012

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný mánudaginn 13. ágúst nk með komu flugsveitar portúgalska flughersins. Alls munu á milli sextíu og sjötíu liðsmenn portúgalska flughersins taka þátt í verkefninu og koma þeir til landsins með sex  F-16 orrustuþotur. Gera má ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og hugsanlega Egilsstöðum 15.-17. ágúst nk.

Verkefnið er í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland og er ráðgert að verkefnið verði unnið með sama fyrirkomulagi og áður og í samræmi við samninga sem í gildi eru, því ljúki um miðjan september.

F-16B..Portuguese-Air-Force Kleine-Brogel
Mynd af F-16 þotu portúgalska flughersins er fengin af vefnum
Wings over Europe.com ljósmyndari Kleine-Brogel-2007

Á heimasíðu portúgalska flughersins hefur verið sett upp sérstök
bloggsíða þar sem hægt er að fylgjast með framgangi verkefnisins.
Slóð síðunnar er : www.emfa.pt/iceland.