Norska varðskipið KV Harstad æfði með Þór á Eyjafirði

  • _33A6285

Þriðjudagur 21. ágúst 2012

Norska varðskipið KV Harsta var nýverið við æfingar með varðskipinu Þór á Eyjafirði þar sem áhafnir skipanna æfðu aðstoð við önnur skip, þ.a.m. slökkvistörf og leit að fólki um borð

_33A6374
©LHG/Árni Sæberg

Fyrri dagurinn var notaður til þjálfunar slökkvistarfa og byrjaði Harsta á að koma Þór til aðstoðar en í æfingunni átti íslenska varðskipið að vera brennandi skip. Sendi Harstad um borð einn stjórnanda, fjóra reykkafara, dælustjóra og sjúkraflutningamann ásamt búnaði Sama æfing fór fram að því loknu en þá veitti Þór systurskipi sínu sömu aðstoð. Í báðum tilfellum átti að vera um minniháttar bruna að ræða en tveir slasaðir þurftu á aðhlynningu að halda.

_33A6827
Slasaðir undirbúnir fyrir flutning ©LHG/Árni Sæberg

Seinni dagurinn hófst á að Harstad tók Þór í tog en í æfingunni átti Þór að vera rafmagnslaust skip sem ekki gat dregið dráttartaugina til sín. Harsta byrjaði á að skjóta skotlínu yfir og var hún tekin í gegnum kluss stjórnborðsmegin, var síðan útbúin svokölluð þvottasnúr til að draga dráttartaug yfir í Þór. Skiptu varðskipin síðan um hlutverk og fram fór sama æfing.

Thor_Harstad_DSC01433
Mynd ©Eiríkur Bjarnason.

Þór á æfingu með Norsku varðskipi

Loks æfði Harstad neyðaraftöppun sem t.d. er framkvæmd í þeim tilfellum þegar leki kemur að skipum og tæma þarf tanka, til dæmis olíutanka eða sjótanka en brunndælan kemst niður um mannop   Léttabátur Harstad flutti tvo menn og búnað yfir í Þór og undirbjuggu þeir dælingu úr tank afturá varðskipinu. Kom síðan Harsta að stjórnborðssíðu Þórs og hífði brunndælu með krana um borð. Var brunndælan tengd olíumengunarhreinsibúnaði varðskipsins nema bursti fjarlægður og brunndælan tengd í staðinn

Þór á æfingu með Norsku varðskipi
Neyðaraftöppun framkvæmd ©LHG/Árni Sæberg

Þór á æfingu með Norsku varðskipi
©LHG/Árni Sæberg

Var þá haldið til Akureyrar þar sem áhafnir varðskipanna hittust og fóru yfir æfingarnar og þann lærdóm sem af þeim má draga.

Eru æfingar sem þessar mjög mikilvægar fyrir áhafnir varðskipanna sem eru til taks á Norður Atlantshafi. Þegar kemur að raunverulegum björgunaraðgerðum á hafinu skiptir gríðarlega miklu máli fyrir alla aðila að hafa æft samhæfingu, stjórnun, verklag og vinnubrögð á björgunarvettvangi.

Myndir ©LHG/Árni Sæberg

Þór á æfingu með Norsku varðskipi
Þór á æfingu með Norsku varðskipi
Þór á æfingu með Norsku varðskipi