Baldur notaður við sameiginlegt eftirlit LHG og Fiskistofu

  • Baldur2012_myndBjornHaukur

Fimmtudagur 30. ágúst 2012

Eftirlits- og sjómælingabáturinn Baldur hefur í sumar verið notaður við sameiginlegt  fiskveiðieftirlit Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu. Fyrirkomulagið hefur gengið mjög vel og er eftirlitinu er þannig háttað að eftirlitsmenn Fiskistofu fara um borð í bátana, fara yfir veiðarfæri, afla, lögskráningu, samsetningu afla og afladagbækur. Hjá grásleppubátum er einnig kannaður netafjöldi, sem má vera 100 net á hvern lögskráðan skipverja um borð.  Landhelgisgæslan hefur umsjón með Baldri, leggur til mannskap og búnað vegna hans.

Hér eru nokkrar myndir sem Guðmundur Birkir Agnarsson og Bergvin Gíslason tóku.

Myndir sem sýna eftirlitsmenn LHG og Fiskistofu fara um borð í báta. 

Baldur2012_myndBjornHaukur
Mynd BG

Balduragust2012GBA-(2)
Mynd GBA

Balduragust2012GBA-(1)
Mynd GBA

Slöngubátur frá Baldri á leið að fiskibáti í svartaþoku fyrir norðan við land.
Mynd GBA

Balduragust2012GBA-(4)

Balduragust2012GBA-(5)
Baldur við akkeri í Djúpuvík á Ströndum. Mynd GBA

Balduragust2012GBA-(6)

Balduragust2012GBA-(7)
Strákar komu siglandi að Baldri á slöngubátum og jullum. Voru þeir allir gestkomandi á svæðinu og fengu kynningu á Baldri og Landhelgisgæslunni.
Mynd GBA

Balduragust2012GBA-(3)
Höfnin í Grímsey mynd GBA