Slasaður skipverji sóttur um borð í togskip
Föstudagur 7. september 2012
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF var kölluð út um klukkan 06:35 í morgun eftir að slys varð um borð í íslensku togskipi sem staðsett var um 50 sjómílur vestur af Snæfellsnesi. Fór þyrlan í loftið kl. 07:11. Flogið var beint á staðinn þar sem sigmaður og læknir sigu niður í skipið og undirbjuggu sjúkling fyrir flutning.
Var hífingum lokið kl. 08:29 og var þá flogið á Landspítalann í Fossvogi þar sem lent var kl. 09:11. Á staðnum var vindur VNV - 12-14 m/sekúndu og leiðinda sjólag. Ölduhæð 3-4 metrar.