Tvö þyrluútköll á laugardag
Sunnudagur 16. september 2012
Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út tvisvar sinnum á laugardag eftir að óhöpp urðu á landsbyggðinni. Fyrri aðstoðarbeiðnin barst kl. 10:40 eftir að karlmaður á fertugsaldri slasaðist við smalamennsku í nágrenni Fellastrandar í Hvammsfirði. Farið var í loftið kl. 11:12 og haldið beint á staðinn. Náði þyrlan að lenda á staðnum og var hinn slasaði fluttur um borð í þyrluna. Lent var við Landspítalann kl. 12:37.
Seinni aðstoðarbeiðnin barst kl. 17:42 eftir að fjórhjólaslys varð við Emstur. Farið í loftið kl 18:07 og lent í Emstrum kl. 18:43 voru þá lögregla og björgunarsveitarmenn komnir á staðinn. Var hinn slasaði fluttur um borð í þyrluna og farið að nýju í loftið kl. 19:02. Lent var við Landspítalann kl. 19:39.