Ánægja með þátttöku Íslendinga í björgunaræfingu við Grænland

  • Nyhavn1

Fimmtudagur 20. september 2012

Fjölþjóðlega leitar- og björgunaræfingin SAREX Greenland Sea 2012 var haldin dagana 10.-14. september, norðaustarlega á Grænlandshafi, milli Daneborg og Meistaravíkur. Æfingin var haldin á grunni samkomulags Norðurskautsríkjanna um öryggi á Norðurslóðum og takmark hennar var að þjálfa raunveruleg leitar- og björgunarviðbrögð þegar skemmtiferðaskip lendir í áföllum  á afskekktri austurströnd Grænlands, fjarri öllum björgunareiningum. Um 80-100 fulltrúar Íslands tóku með einum eða öðrum hætti þátt í æfingunni en þær þjóðir Norður Heimskautsráðsins sem sendu búnað og björgunareiningar á svæðið voru auk Íslands: Kanada, Noregur, Bandaríkin, Grænland, Færeyjar og Danmörk.

Mikil ánægja var með þátttöku og framlag Íslendinga. Var fyrirfram vitað að æfingin myndi skila ákveðinni reynslu sem nýtist við þróun viðbragðáætlana og verður farið nánar yfir niðurstöður hennar á fundi sem haldin verður í Nuuk á Grænlandi í  haust. Alveg ljóst er að Íslendingar hafa mikið að leggja til leitar- og björgunar á svæ_MG_0608ðinu.  

Landhelgisgæslan tók þátt með margvíslegum hætti: í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sem jafnframt er leitar- og björgunarstjórnstöð fyrir hafið umhverfis Ísland, varðskipið Þór var á svæðinu auk flugvélarinnar Sifjar. Einnig var gistiaðstaða og flugskýli Landhelgisgæslunnar í Keflavík nýtt með ýmsum hætti fyrir flugáhafnir, „slasaða“ og aðra fulltrúa æfingarinnar.

Einnig tóku Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra þátt auk alþjóðasveitar Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Isavia, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Rauða krossins. Sjúkraflutningsmenn og slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru m.a. um borð í varðskipinu Þór en alþjóðasveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar var flutt ásamt viðeigandi búnaði með flugvél á svæðið en sigldi heim með v/s Þór.  Samhæfingarstöð Almannavarna var virk meðan á björgunaraðgerðum stóð.

IMG_9739
Varðskipið Þór á "slysstað". Mynd Forsvaret.

IMG_9751
Léttabátar Þórs. Mynd Forsvaret.

IMG_9938
Mynd Forsvaret.

vipisl4
Gestir koma til að fylgjast með æfingunni. Myndir Forsvaret.

vipisl2

vipisl1
Karsten Riis Andersen frá yfirstjórn varnarmála í Danmörku,  Henrik Kudsk aðmíráll yfirmaður herstjórnarinnar á Grænlandi,Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra og Þórunn Hafstein skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu.


Gestir-1_13092012
Lögreglustjórinn á Grænlandi Bjørn Tegner Bay og Henrik Kudsk aðmíráll yfirmaður herstjórnarinnar á Grænlandi  heimsóttu Þór. Sigurður Steinar Ketilsson skipherra tók á móti þeim.  ©Gassi/Landhelgisgæsla Íslands.

Gestir-2_13092012
Sigurður Steinar og lögreglustjórinn á Grænlandi Bjørn Tegner Bay ræða saman.
©Gassi/Landhelgisgæsla Íslands.

Thor_ahofn2_aefing_11092012
Snorre Greil og Jóhann Eyfeld stýrimenn v/s ÞÓR. ©Gassi/Landhelgisgæsla Íslands.

IMG_9747
Íslenskir björgunaraðilar á slysstað. Mynd Forsvaret.

IMG_9752
Íslenskir viðbragðsaðilar. Mynd Forsvaret.

IMG_0486
Tjald alþjóðasveitar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar

Sarex_isjaki12092012
Borgarísjaki við Grænland.

Sarex_dansktskip_12092012
Danskt varðskip.