Þyrla LHG sækir slasaða eftir bílslys

Fimmtudagur 20. september 2012

Landhelgisgæslunni barst rétt fyrir kl. 16:00 í dag beiðni um þyrlu í gegnum 1-1-2 eftir að bílslys varð í Vatnfjarðardal við Ísafjarðardjúp. TF-GNA fór í loftið frá Reykjavík kl. 16:35 og lenti við slysstað kl. 17:31. Tveir slasaðir voru fluttir um borð í þyrluna sem fór að nýju í loftið kl. 17:51. Lent var við Landspítalann í Fossvogi kl. 18:47.