Þyrla LHG sótti slasaðan sjómann

  • TF-LIF_8434_1200

Laugardagur 22. september 2012

Landhelgisgæslunni barst síðdegis í dag beiðni um aðstoð þyrlu eftir að óhapp varð um  borð í íslensku rannsóknaskipi þar sem það var statt um 95 sjómílur vestur af Bjargtöngum.

Eftir að hafa rætt við skipstjóra mat þyrlulæknir að nauðsynlegt væri að sækja manninn. Hann væri ekki í lífshættu en þyrfti engu að síður að komast undir læknishendur.  Lenti þyrlan með hinn slasaða við Landspítalann í Fossvogi rétt fyrir kl. 21:00 í kvöld.

Mynd af TF-LÍF Baldur Sveinsson