Ægir kom að björgun 130 flóttamanna í Miðjarðarðarhafi

  • Agir_Midjhaf

Þriðjudagur 25. september 2012

Viðtal við Einar Valsson skipherra á varðskipinu Ægi birtist nýlega í september útgáfu „The Border Post“ sem er fréttabréf Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins.  Í viðtalinu segir Einar frá verkefnum varðskipsins sem nýverið sneri aftur til Íslands eftir sex vikna verkefni í Miðjarðarhafi fyrir Frontexþar sem áhöfnin tók þátt í björgun 130 flóttamanna á hafsvæðinu milli Afríku og Spánar. Í einni aðgerðinni var 24 mönnum bjargað af bát sem var á leið frá Algeríu til Spánar og rak bátinn stjórnlaust í slæmu veðri.  Árið 2011 var Ægir við eftirlit á sama svæði og tók þá skipið þátt í björgun 190 flóttamanna sem þurfti að flytja um borð í varðskipið eftir að gat kom á gúmmíbát þeirra.

Varðskipið hefur verið við eftirlit á nokkrum stöðum frá árinu 2010 og er vissulega þörf fyrir varðskip af þessari stærðargráðu við eftirlit Frontex. Árið 2011 bjargaði Ægir nær 500 manns í Miðjarðarhafi og hefur reynslan sýnt að aðferðir við að smygla fólki eru ólíkar og oft á tíðumer um að ræða fjölda fólks um borð í yfirfylltum fleytum. Hefur fólkið greitt aleigu sína fyrir ferðina og oft á tíðum hefur það enga kunnáttu til siglinga.  Veður eru válynd á þessu svæði og sjóferðir þessar hafa mikla hættu í för með sér.

Segir Einar að hann og aðrir í áhöfn Ægis séu mjög stolt af þátttöku varðskipsins í björgunaraðgerðum Frontex en eins og gefur að skilja eru þær mjög ólíkar þeim aðgerðumsem skipið tekur þátt í innan íslenska hafsvæðisins. Hafið umhverfis Ísland sé mun erfiðara til siglinga en þar séu engir flóttamenn sem þörf sé á að koma til aðstoðar.
Hér er greininí heild sinni.

Mynd fengin frá Frontex.