Síðasta vaktin á 27 ára starfsferli hjá LHG
Fimmtudagur 27. september 2012
Jón Ebbi Björnsson varðstjóri hjá Landhelgisgæslunni stóð sína síðustu vakt á stjórnstöðinni sl. fimmtudag en hann hefur í 27 ár verið í starfi hjá Landhelgisgæslunni. Hann hóf störf árið 1985 og var fyrst loftskeytamaður um borð í varðskipunum en fyrir þann tíma hafði hann verið um árabil loftskeytamaður á íslenskum skipum víða um heim. Jón Ebbi fluttist síðan á stjórnstöð LHG árið 1987 þegar 24 tíma vakt var komið á og stöðin varð að alþjóðlegri björgunarstjórnstöð fyrir sjófarendur á íslenska leitar- og björgunarsvæðinu. Hann starfaði einnig á loftförum LHG sem loftskeytamaður um árabil. Jón Ebbi var formaður STAFL, starfsmannafélags LHG í mörg ár, góður samstarfsfélagi og vinur. Upplifði það á sínum starfsferli að fjarskipti á sjó færðust úr "morse code" yfir í tölvutæk gervihnattafjarskipti og hélt sér við í greininni. Hefur hann upplifað miklar breytingar á starfsferli sínum. Þökkum við Jóni Ebba innilega fyrir gott samstarf.
Myndirnar tók Jón Páll Ásgeirsson, yfirstýrimaður.
Í tilefni dagsins var haldið kveðjukaffi á skrifstofunni og afhenti Svanhildur Sverrisdóttir starfsmannastjóri honum gjöf frá vinnufélögum.