Stjórnstöðvar þjálfa viðbrögð við flugatvikum

  • _MG_0566

Fimmtudagur 25. október 2012

Undanfarið hafa varðstjórar stjórnstöðar Landhelgisgæslunnar (JRCC Ísland), sjóbjörgunarmiðstöðvarinnar í Færeyjum (MRCC Tórshavn) og úthafsflugstjórnarmiðstöðvar ISAVIA (Reykjavík OACC) æft og þjálfað samskipti sín á milli.

Megintilgangur þessarar æfinga er að þjálfa starfsmenn stöðvanna í að skiptast á upplýsingum vegna flugatvika sem geta komið upp á ábyrgðasvæði hvers og eins. Þjálfunin felst helst í miðlun, greiningu og úrvinnslu gagna.

 Þessi þjálfun byggir m.a. á samstarfssamningi Isavia ohf. og Landhelgisgæslu Íslands um leitar- og björgunarþjónustu, JRCC fyrir sjófarendur og loftför og samstarfssamningi milli Íslands og Færeyja vegna leitar og björgunar.

AEfing25102012
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar - JRCC Ísland

Thorshavn006-(3)
Sjóbjörgunarmiðstöðin í Færeyjum (MRCC Tórshavn)

Thorshavn006-(1)
MRCC_Thorshavn
Úthafsflugstjórnarmiðstöð  ISAVIA (Reykjavík OACC)
Thorshavn006-(4)
Staðsetningar merktar inn á kort.