Varðskipið Týr staðsett fyrir norðan

  • TYR_Eyjafirdi2009

Þriðjudagur 11. desember 2012

Varðskipið Týr siglir síðar vikunni norður fyrir land og verður staðsett á  Húsavík næstu vikur. Eykst þar með umtalsvert geta og viðbragð Landhelgisgæslunnar vegna leitar og björgunar á svæðinu.  Auk þess eykst öryggi og langdrægi þyrlna þegar mögulegt er að staðsetja varðskip tímanlega við ytri mörk langdrægis þeirra. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF er búin HIFR búnaði sem gerir henni kleift að taka eldsneyti frá varðskipunum.

LIF9_HIFR2
Undirbúið að TF LÍF fái eldsneyti frá varðskipi. Slangan hífð upp í þyrluna.

Landhelgisgæslan verður þar með varðskip staðsett í tveimur landshlutum sem á að stytta hámarkstíma til muna fyrir varðskip að komast á vettvang verkefna, þ.e. slysa, aðstoðar, löggæslu og eftirlits innan efnahagslögsögunnar.  Aukast þar með til muna líkur á að hægt sé að ná til skipa og fólks í vanda í tæka tíð. Varðskipin Þór og Ægir verða staðsett á SV-verðu landinu og Týr fyrir norðan.  Ef kemur að útkalli fyrir norðan eða austan land verður áhöfninni flogið eða henni ekið landleiðina á Húsavík.