Landhelgisgæslan nýtur mest trausts
Föstudagur 14. desember 2012
Landhelgisgæslan nýtur mest trausts meðal almennings í könnun sem birt var í gær og framkvæmd af MMR. Í könnuninni var mælt traust almennings til helstu stofnana á sviði réttarfars og dómsmála. Alls sögðust 87,3% þeirra sem tóku afstöðu bera mikið traust til hennar. Traust til Landhelgisgæslunnar hefur aukist nokkur frá því í febrúar 2011 þegar 80,8% sögust bera mikið traust til hennar.
Afskaplega ánægjulegt er að traust til LHG hafi ekki farið minnkandi frá árunum 2009 til 2011 og enn ánægjulegra er að það hafi aukist frá árinu 2011 og þar til nú. Sú staðreynd er eitt merki þess að þær rekstrarlegu björgunaraðgerðir sem LHG hefur farið í hafi tekist vel. Mjög ólíklegt er að niðurstaðan könunarinnar sé tilkomin vegna tilviljunar. Ánægjulegt er að LHG hefur ekki glatað trausti landsmanna frá október 2009 og aukið það frá 2011. Miklar breytingar hafa orðið á starfsemi LHG á þessum tíma. Vegna þrenginga, gengisbreytinga, olíuverðs og niðurskurðar í fjarframlögum umfram það sem aðrar löggæslustofnanir hafa orðið að þola hafa gert það að verkum að LHG hefur þurft að taka að sér verkefni í fjarlægum löndum sem hefur dregið úr getunni hér heima en að sama skapi gert það mögulegt að halda þó þeirri starfsemi í gangi. Staða þyrlumála hefur einig verið nokkuð frá því sem LHG hefur metið nauðsynlegt og tæki og mannskapur að stórum hluta ekki til taks á Íslandi. Þessi veruleiki hefur ekki farið framhjá fjölmiðlum og fjölmargar fréttir hafa birst þar sem fjallað hefur verið um skerta starfsemi LHG við Íslandsstrendur og á landi.
Hér í meðfylgjandi skjali er m.a. helstu niðurstöðum gerð skil og þær skýrðar. Þar koma m.a. fram niðurstöður sömu mælinga MMR frá upphafi og breyting á trausti til LHG á tímabilinu.
Framkvæmd rannsóknar | Mikið – mjög mikið traust | Lítið – Mjög lítið traust |
Október 2009 | 77,6% | 5,0% |
Október 2010 | 77,6% | 3,8% |
Febrúar 2011 | 80,8% | 4,0% |
Október 2011 | 78,3% | 4,7% |
Nóvember 2012 | 87,3% | 2.5% |
Könnunina má sjá í heild sinni á heimasíðu MMR