Jólaball haldið í flugskýli LHG

  • Jolaball7

Laugardagur 15. desember 2012

Jólaball starfsmannafélags Landhelgisgæslunnar var í dag haldið í flugskýlinu við Nauthólsvík. Fjölskyldur starfsmanna fjölmenntu og skemmtu sér konunglega. Sungið og dansað var í kringum jólatréð og hápunktinum var náð þegar þyrlan TF-LÍF kom úr æfingaflugi með jólasveinana Stúf, Hurðaskelli og Gluggagægi innanborðs en þeir fengu far í bæinn ofan af fjöllum.

Það var mjög spenntur krakkahópur sem tók á móti þeim í flugskýlinu. Jólasveinarnir sigu einn af öðrum niður úr þyrlunni í miklu stuði og tóku af kappi þátt í dansinum í kringum jólatréð. Þegar líða tók á skemmtunina fjölgaði aðeins starfsmannahópnum þegar flugvélin TF –SIF lenti á Reykjavíkurflugvelli eftir langt flug frá Kos í Grikklandi,  en þar hefur flugvélin verið um skeið við eftirlit fyrir landamærastofnun Evrópusambandsins. Starfsmannafélagið og starfsmenn flugdeildar sem önnuðust skipulagningu eiga bestu þakkir skildar fyrir frábært jólaball.

Jolaball4

Jolaball1

Jolaball3

Jolaball2

Jolaball7

Jolaball5

Jolaball6

Jolaball8

Jolaball9

Jolaball10