Jólasamkoma starfsmanna Landhelgisgæslunnar

  • Jol1

Þriðjudagur 17. desember 2012

Í gær fór fram árleg jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar í flugskýlinu á Reykjavíkurflugvelli. Dagmar Sigurðardóttir lögfræðingur var veislustjóri og bauð hún starfsmenn velkomna til samkomunnar. Georg Kr. Lárusson, forstjóri og fór síðan yfir helstu viðburði ársins sem er að líða og horfur fyrir árið 2013. Þar ræddi hann m.a. mikið traust landsmanna til Landhelgisgæslunnar sem farið hefur vaxandi á undanförnum árum. Hlúa þarf verðmætum hópi starfsmanna, huga að endurnýjun og starfsþróun.  Framundan er erfitt ár í rekstrinum en þrátt fyrir það má ekki deigan síga heldur herða róðurinn enn frekar, horfa fram á veg og gera áætlanir fyrir framtíðina. Að loknu erindi Georgs las Gylfi Geirsson, framkvæmdastjóri erlendra verkefna upp úr jólaguðspjallinu en hann lætur af störfum um áramótin eftir 40 ára farsælt starf hjá Landhelgisgæslunni.

Voru síðan heiðraðir þeir starfsmenn sem fögnuðu fimmtugs-, sextugs- og sjötugsafmælum á árinu og fram fór formleg útskrift skipstjórnarmanna sem útskrifuðust síðastliðið vor af varðskipadeild skipstjórnarskóla Tækniskólans með skipherrapróf á varðskip Landhelgisgæslunnar.

Sérstaka viðurkenningu fengu þeir sem útskrifuðust með hæstu lokaeinkunn á prófinu, þeir Snorre Greil, Vilhjálmur Óli Valsson og Björn Haukur Pálsson. Innilega til hamingju með glæsilegan árangur. Á milli atriða söng Kristjana Stefánsdóttir söng nokkur jólalög við undirleik Ómars Guðjónssonar, gítarleikara. Boðið var upp á jólalegar veitingar að hætti Jóhanns Gunnars og Bergvins, bryta á varðskipunum með aðstoð starfsmanna sem eiga bestu þakkir skildar.

Jol7
Borðin voru þétt setin í flugskýlinu

Jol5
Georg Kr. Lárusson, hóf jólasamkomuna með ávarpi

GylfiGeirs
Gylfi Geirsson les upp úr jólaguðspjallinu

Jol10
Karólína M. Þorleifsdóttir, gagnafulltrúi Keflavík, Ingólfur Örn Arnarsson, tæknimaður Keflavík, Hjörtur Þórarinsson, vélstjóri og Ágúst Ómar Valtýsson, vélavörður áttu öll merkisafmæli á árinu eins og

Afmaeli2
Guðbjörn Jóhannsson, varðmaður Faxagarði, Oddur Garðarsson, flugvirki, Ragnar Ingólfsson, flugvirki og Sigurjón Björnsson, staðarumsjónarmaður á Stokksnesi. Þorkell Guðmundsson, gæðastjóri flugtæknideild komst ekki á jólasamkomuna.

Arniafm
Árni Ólason, smyrjari varð sjötugur á árinu. Með honum á myndinni eru Dagmar Sigurðardótti, lögfræðingur og Svanhildur Sverrisdóttir, starfsmannastóri.

Lordar2012_1
Hópurinn sem útskrifaðist af varðskipadeild skipstjórnarskóla Tækniskólans með skipherrapróf. 

Frá vinstri: Guðmundur Birkir Agnarsson, Vilhjálmur Óli Valsson, Hreggviður Símonarson, Henning Aðalmundsson, Viggó M. Sigurðsson, Björn Haukur Pálsson, Jóhann Eyfeld Ferdinandsson, Hreinn Vídalín Sigurgeirsson, Teitur Gunnarsson, Gísli Valur Arnarson og Snorre Greil ásamt Georg Kr. Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar.

Jol14
Vilhjálmur Óli Valsson, Björn Haukur Pálsson og Snorre Greil  sem útskrifuðust með hæstu lokaeinkunn, ásamt Georg Kr. Lárussyni.

Jol4
Ragnheiður Þórólfsdóttir, gjaldkeri, Rannveig Friðriksdóttir, bókari, Finnur Freyr Gunnarsson og Jóna Hlín Guðjónsdóttir, fulltrúar á rekstrar- og fjármálasviði.

Mandlan
Henning Aðalmundsson, stýrimaður fékk möndluna. Dagmar afhenti honum gjöfina.

Jol9
Kristjana Stefánsdóttir söng nokkur jólalög við undirleik Ómars Guðjónssonar, gítarleikara.

Jol2
Ragnar Ingólfsson og Sigurjón Sigurgeirsson, flugvirkjar. Gunnar Tómas Guðnason, lager- og innkaupastjóri flugtæknideild, Bjarni Ágúst Sigurðsson, flugverndarstjóri, Oddur Garðarsson og Sverrir Andreassen, flugvirkjar, Grétar Þór Björgvinsson, aðstoðarmaður í flugskýli.