Þyrla LHG sótti slasaðan mann í Hvalfjörð
Miðvikudagur 19. desember 2012
Landhelgisgæslunni barst kl. 13:37 beiðni um aðstoð þyrlu eftir að slys varð við Múlafell í Hvalfirði. Var þá TF-LÍF í öðru verkefni en hélt strax til aðstoðar.
Þyrlan var komin á slysstað um 10 mínútum síðar og var maðurinn hífður um borð í þyrluna. Lent var við Landspítalann í Fossvogi kl. 14:21.