Fyrrverandi björgunar- og varðskipið Albert fannst í Seattle

  • Albert

Miðvikudagur 9. janúar 2012

Björgunar- og varðskipið Albert sem smíðað var fyrir Landhelgisgæsluna og Slysavarnafélag Íslands árið 1956 „fannst“ nýverið Lake Union í Seattle.  Skipið var nýsmíði nr. 2 hjá Stálsmiðjunni og var í notkun hjá Landhelgisgæslunni til 1978 en þá var skipið selt.  Eigendur skipsins sigldu skipinu til Bandaríkjanna og tóku það af skrá hérlendis undir lok ársins 1980. Má segja að þar með hafi skipið "týnst".

Guðmundur Birkir Agnarsson stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni hefur leitað eftir upplýsingum og fékk á því staðfestingu í gær og mynd af skipinu. Heitir skipið ennþá Albert og er með skráða heimahöfn í Seattle. Var dregið haustið 2011 til Seattle frá bænum Homer í Alaska, þar sem það hefur legið að mestu ónotað í 22 ár. Ekki hafa  ennþá fengist upplýsingar um hvað stendur til að gera við skipið.

1._Albert_med_Trave