Fjölþætt eftirlit LHG með fiskveiðum

  • LHG_SamvinnaAegirSif

Mánudagur 21. janúar 2013

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF SIF fór í dag í gæslu- og eftirlitsflug um austurmið, þ.a.m. loðnumiðin fyrir austan land. Að undanförnu hefur varðskip Landhelgisgæslunnar einnig verið á svæðinu og er áætlað að svo vera áfram á meðan loðnuveiðar standa yfir.

Samkvæmt upplýsingum frá áhöfn TF SIF voru sjö íslensk skip og tvö norsk nótaskip stödd á veiðisvæðinu sem er um 65 sjómílur austur af Norðfjarðarhorni. Tvö íslensk skip og fjögur norsk voru á leiðinni á miðin en grænlenskt skip sem að undanförnu hefur verið á miðunum var á landleið.  Í ratsjárbúnaði flugvélarinnar sáust einnig sex íslensk togskip að veiðum austur af Langanesi. Myndirnar eru teknar af áhöfn TF SIF


Hakon-TFOJ
Íslenskt skip með flotttroll

Íslensku skipin sem stunda loðnuveiðar nota nær eingöngu í flottroll en sá búnaður gerir þeim kleift að veiða allan sólarhringinn ef svo ber undir. Samkvæmt reglugerð um loðnuveiðar erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands á loðnuvertíðinni 2012/ 2013 hafa Norðmenn eingöngu leyfi til nótaveiða en ekki flotvörpuveiða eins og hin íslensku. Þar sem loðnan leggst dýpra á daginn ná nætur skipana ekki til hennar og því liggur veiði niðri þegar bjartast er að deginum. Loðnan fer niður á um 300 metra dýpi á daginn,  lyftir sér síðan þegar dimmir og geta þá Normenn hafið veiðar sínar.

Asgrimur-Halldorsson

Sjá reglugerð um loðnuveiðar erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands

á loðnuvertíðinni 2012/2013.

Norsk skip á svæðinu:

Stalringen-LLGZ

Knester-JWNI