Fjölþætt eftirlit LHG með fiskveiðum
Mánudagur 21. janúar 2013
Flugvél Landhelgisgæslunnar TF SIF fór í dag í gæslu- og eftirlitsflug um austurmið, þ.a.m. loðnumiðin fyrir austan land. Að undanförnu hefur varðskip Landhelgisgæslunnar einnig verið á svæðinu og er áætlað að svo vera áfram á meðan loðnuveiðar standa yfir.
Samkvæmt upplýsingum frá áhöfn TF SIF voru sjö íslensk skip og tvö norsk nótaskip stödd á veiðisvæðinu sem er um 65 sjómílur austur af Norðfjarðarhorni. Tvö íslensk skip og fjögur norsk voru á leiðinni á miðin en grænlenskt skip sem að undanförnu hefur verið á miðunum var á landleið. Í ratsjárbúnaði flugvélarinnar sáust einnig sex íslensk togskip að veiðum austur af Langanesi. Myndirnar eru teknar af áhöfn TF SIF
Íslenskt skip með flotttroll
Íslensku skipin sem stunda loðnuveiðar nota nær eingöngu í flottroll en sá búnaður gerir þeim kleift að veiða allan sólarhringinn ef svo ber undir. Samkvæmt reglugerð um loðnuveiðar erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands á loðnuvertíðinni 2012/ 2013 hafa Norðmenn eingöngu leyfi til nótaveiða en ekki flotvörpuveiða eins og hin íslensku. Þar sem loðnan leggst dýpra á daginn ná nætur skipana ekki til hennar og því liggur veiði niðri þegar bjartast er að deginum. Loðnan fer niður á um 300 metra dýpi á daginn, lyftir sér síðan þegar dimmir og geta þá Normenn hafið veiðar sínar.
Sjá reglugerð um loðnuveiðar erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands
á loðnuvertíðinni 2012/2013.
Norsk skip á svæðinu: