Hafa séð það svartara - Óðinn tekinn í slipp
Þriðjudagur 29. janúar 2012
Hér eru myndir sem Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður tók í kvöld þegar varðskipið Óðinn var tekið upp í slippinn við Mýrargötuna en varðskipið hefur frá árinu 2006 verið hluti af Víkinni - Sjóminjasafninu við Grandagarð.Til stendur að botnhreinsa og mála skipið og síðurnar upp að veðurdekki. Að sögn Guðjóns Pedersen hjá Hollvinasamtökum Óðins, fékkst fjárveiting fyrir framkvæmdinni og vonir standa til að yfirbyggingin verði tekin í sumar. Það er ansi langt síðan skipið var tekið upp síðast og höfðu menn á orði að þeir hefðu séð það svartara.