Þyrla LHG sótti slasaðan göngumann í Esju

  • TF-LIF_8625_1200

Miðvikudagur, 30. janúar 2013

Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar kl. 15:29 í dag eftir að göngumaður féll í Þverfellshorni í Esju og var talið að hann hefði runnið um 60 m niður hlíðina. Einnig var sérhæft fjallabjörgunarfólk björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu kallað út.

Þyrlan fór í loftið kl. 15:59 og var hinn slasaði kominn um borð í þyrluna kl. 16:25. Var þá flogið beint á Landspítalann í Fossvogi þar sem var lent kl. 16:32.