Áhafnir loftfaranna á CRM námskeiði

  • Nætursjónaukar

Fimmtudagur 31. janúar 2013

Í vikunni var haldið námskeið sem ætlað er þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar og kallast CRM - Crew Resource Management og fjallar um áhafnasamstarf.  Þessi námskeið eru haldin á hverju ári fyrir alla í áhöfnum loftfaranna, fyrst og fremst til að minnka líkur á slysum og óhöppum þ.e. stuðla að bættu flugöryggi sem og að auka samvinnu áhafnarmeðlima.  Umsjón með námskeiðinu hefur Garðar Árnason, flugstjóri og flugöryggisfulltrúi hjá Landhelgisgæslunni.

CRM2
Að sögn Garðars er á námskeiðum þessum m.a. fjallað um hvað veldur streitu, hvernig hægt sé að draga út henni, hvað orsakar þreytu, hvernig hægt sé að stjórna álagi, farið yfir leiðtogahæfni, samskipti og mannleg mistök svo dæmi séu tekin.  Einnig er farið yfir flugslys og þar sem til að mynda eitthvað af fyrrnefndu hefur verið orsakavaldur.  Námskeiðin  eru ekki kurteisisnámskeið og öllum flugrekendum er gert skylt að halda þau. Hafa þau verið þróuð áfram yfir í aðrar starfsstéttir s.s. slökkvilið og fyrir starfsfólk á skurðstofum þar sem fólk vinnur náið saman undir mismunandi álagi.  Hjá Landhelgisgæslunni er unnið að því að vinna innihald námskeiðisins áfram svo þau henti einnig öðrum starfsmönnum aðgerðasvið Landhelgisgæslunnar.

CRM4