Sprengjueyðingasveit LHG kölluð út til að eyða gömlu sprengiefni

  • 13022013LHG_eod_eydingdinamit

Miðvikudagur 13. febrúar 2013

Sprengjueyðingasveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í kvöld að beiðni sérsveitar ríkislögreglustjóra eftir að tilkynning barst til lögreglunnar um að talsvert magn sprengiefnis væri geymt í gámi við íbúðarhús á sveitabæ í Hvalfjarðarsveit.

Tveir af sprengjusérfræðingum LHG fóru á vettvang ásamt lögreglunni eftir að staðfest hafði verið að um sprengiefni var að ræða, sem farið er að „svitna“ vegna aldurs og því orðið stórhættulegt. Talið er að sprengiefnið hafi verið geymt á þessum stað í u.þ.b. ár og það sé afgangsefni frá fyrirtæki sem hætt er rekstri.

Er þarna um stórhættulegt athæfi að ræða þar sem gamalt sprengiefni sem farið er að svitna, eins og það er kallað, getur sprungið hvenær sem er. Sprengiefni á aldrei að geymast nærri íbúðarhúsum, sama í hvernig ástandi það er. Nánari upplýsingar um málið veitir lögreglan.

13022013LHG_eod_dinamit
Gamalt dýnamít sem var farið að svitna vegna aldurs og því stórhættulegt.

13022013LHG_eod
Sprengjusérfræðingur LHG á vettvangi

Mynd LHG/SOS