Þyrla LHG bjargar fólki úr sjálfheldu í Landmannalaugum

  • GNA1_haust2012

Mánudagur 25. febrúar 2013

Landhelgisgæslunni barst kl. 17:08 beiðni um útkall þyrlu eftir að tilkynning barst til 112 um fólk í sjálfheldu í Landmannalaugum. Fimm manns voru í bifreið sem ekið var út í á,  fór bíllinn á kaf og beið fólkið eftir björginni á þaki bílsins. Þyrla LHG fór í loftið kl. 17:35 og kom að staðnum kl. 18:46. Fólkið var komið um borð í þyrluna kl. 18:58 og var þá flogið beint til Reykjavíkur. Áætlað er að lenda við Landspítalann í Fossvogi kl. 19:46.