Flot úr kafbátagirðingu fannst við Markarfljót

  • Dufl_VID_SELJALAND2

Fimmtudagur 4. apríl 2013Dufl_VID_SELJALAND

Landhelgisgæslunni barst á miðvikudag tilkynning um torkennilegan hlut sem fannst við Markarfljót, skammt frá þjóðveginum.  Þar sem ekki tókst að senda mynd til Landhelgisgæslunnar var ákveðið að þyrla í eftirlitsflugi kæmi við á staðnum og myndaði hlutinn. Voru myndirnar síðan sendar til greiningar hjá sprengjusérfræðingum og töldu þeir að um sé að ræða flot úr kafbátagirðingu. Verður hluturinn kannaður nánar en en staðsetningin þykir undarleg.

Í vikunni hafði Landhelgisgæslan einnig afskipti af tómstundaveiðimönnum sem voru við veiðar innan svæðis sem lokað var þann 1. apríl vegna hrygningarstopps. Sjá nánar á Fiskistofa.is Um er að ræða svæði sem liggur með Suðurströndinni, mjótt belti vestur um og norður að Skorarvita.  Þar eru allar veiðar bannaðar nema þær sem taldar eru upp í undanþáguákvæðum, einnig tómstundaveiðar.  Tilgangur hrygningarstoppsins er að gefa þorskinum góðan frið við hrygninguna, en með því telja vísindamenn Hafrannsóknastofnunar að auknar líkur séu á enn stærri þorskstofni.