Á sleðanum í vinnuna

  • Bolafjall_Mai2013_2

Fimmtudagur 16. maí 2013

Landhelgisgæslan tekur að sjálfsögðu þátt í vinnustaðaátakinu Hjólað í vinnuna með tveimur liðum. Ekki hafa allir möguleika á að taka þátt, t.d. þau sem starfa á varðskipunum og starfsmenn Landhelgisgæslunnar á ratsjárstöðinni Bolafjalli.

Ástæðan sést vissulega á þessum myndum sem Guðmundur Ragnarsson, umsjónarmaður sendi okkur í gær. Hann tók í staðinn sleðann í vinnuna.

Bolafjall_Mai2013

Vinnuvélar þarf til að komast alla leið á vinnustaðinn.

Bolafjall_Mai2013_2
Á sleðanum í vinnuna.

H4
Hér sést Bolafjall og Bolungarvík.

Bolafjall5
Ratsjárstöðin á Bolafjalli.