Þyrla kölluð út eftir slys á Hvolsvelli
Miðvikudagur 29. maí 2013
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni fjarskiptamiðstöðvar RLS kl. 18:09 eftir að slys varð á Hvolsvelli. TF-LÍF fór í loftið kl. 18:33 og var þá sjúkrabifreið á leið til móts við þyrluna. Lent var við sjúkrahúsið á Selfossi kl. 18:49 og var sjúklingur fluttur um borð í þyrluna. Farið var að nýju í loftið kl. 19:05 og lent við Landspítalann í Fossvogi kl. 19:20.