Eftirlitsflug TF-SIF um Húnaflóa og Vestfirði

  • SIF_MG_1474

Fimmtudagur 13. júní 2013

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar fór nýverið í gæslu og hafískönnun frá Húnaflóa og suður með Vestfjörðum. Könnuð var skipaumferð í Húnaflóa og síðan haldið til hafískönnunar út af Vestfjörðum. Komið var að ísröndinni N- af Horni og henni fylgt vestur á Dhornbanka einnig var könnuð skipaumferð N- af Horni og út Kópanes.

Næst landi var megin ísbrúnin 73 sml. VNV- af Deild og 71 sml. N- af Blakksnesi.

11062013_EftirlitSIF2

Þéttleiki fyrir innan brúnina virtist vera 8/8 samkvæmt radarmynd en lágþoka var á svæðinu og því ekki mögulegt að skoða ísinn sjónrænt. Íshröngl að þéttleika 6-8/8 var út frá megin ísröndinni.  Einnig sáust stakir ísjakar sáust á ratsjá á eftirfarandi stöðum:

1. 66°05´N – 027°32´V.

2. 66°21´N – 027°13´V.

11062013_EftirlitSIF

Flugleið í gæslu og eftirlitfluginu.