TF-LIF fengin til aðstoðar við flutning á TF-TAL
Miðvikudagur 19. júní 2013
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, flutti í dag flugvélina TF-TAL, af staðnum þar sem hún brotlenti við Sultartangalón, á geymslusvæði þar sem unnið er að gerð Búðarhálsvirkjunar. Fulltrúar rannsóknarnefndar samgönguslysa skoða þar vélina áður en hún verður flutt til Reykjavíkur.
Flugvélin brotlenti síðastliðinn mánudag á svæði við Sultartangalón sem er erfitt yfirferðar. Því óskaði rannsóknarnefnd samgönguslysa eftir að þyrla LHG yrði fengin til að flytja flugvélina á stað þar sem mögulegt er að rannsaka flugvélina. Vörubíll flytur flugvélina síðar í dag í skýli rannsóknarnefndarinnar í Reykjavík, þar sem stærstur hluti rannsóknarinnar fer fram.
Mynd áhöfn TF-LIF