Kátir krakkar heimsóttu Landhelgisgæsluna
Miðvikudagur 19. júní 2013
Landhelgisgæslan fær í hverri viku heimsóknir frá skólahópum, samstarfsaðilum og fleirum sem vilja kynna sér fjölbreytta starfsemina og skoða tækin sem eru notuð við leit og björgun, sjúkraflutninga, eftirlit og margt fleira. Á þessum árstíma fara margir leikskólar í vorferðir og er þá vinsælt að fá að kíkja við hjá Gæslunni.
Hér má sjá myndir sem voru teknar nýlega þegar áhugasamur og prúður hópur barna frá leikskólanum Sólborg heimsóttu flugdeild Landhelgisgæslunnar. Einnig má sjá mynd sem var tekin um borð í varðskipinu Ægi þegar hress og skemmtilegur hópur frá leikskólanum Hofi kom í heimsókn. Bátsmaður varðskipsins sýndi þeim skipið og sagði hann þau hafa verið mjög áhugasöm og spurðu þau ýmissa spurninga um skip og búnað skipsins.
Hópur frá leikskólanum Sólborgu
Leikskólinn Hof í heimsókn
Biðröð í bílinn
Smá hvíld áður en haldið var heim á leið.