Ítalska flugsveitin kynnti starfsemi sína

  • ITAF_heimsokn-(7)

Mánudagur 24. júní 2013

Flugsveit ítalska flughersins sem stödd er hér á landi bauð Georg Kr. Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, ítalska ræðismanninum á Íslandi, Pétri Björnssyni og íslenskum fjölmiðlum í heimsókn í síðastliðinni viku. Yfirmaður þeirra, Colonel Urbano Floreani og samstarfsmenn hann kynntu verkefnin, verklag og tækjabúnað flugsveitarinnar.

Lauk heimsókninni með því að fylgst var með flugtaki Eurofighter Typhoon þotna þeirra sem voru þróaðar í samvinnu við Breta, Þjóðverja og Spánverja og teknar í notkun árið 2004. Um helgina komu einnig fulltrúar ítalskra fjölmiðla til landsins, ríkissjónvarpsins Rai, Mediaset og Il Sole 24 ORE og fengu þeir sambærilega kynningu hjá flugsveitinni.

Hér eru nokkrar myndir frá heimsóknunum.

ITAF_heimsokn-(4)
Colonel Urbano Floreani,  Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar
og Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri lofthelgis- og öryggismálasviðs LHG
stilla sér upp fyrir myndatöku.

ITAF_heimsokn-(2)
Floreani býður gestina velkomna

ITAF_heimsokn-(3)
Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar ásamt varnarmálafulltrúa Ítalíu
og Pétri Björnssyni, ítalska ræðismanninum á Íslandi.

ITAF_heimsokn-(7)
Eurofighter Typhoon þota

ITAF_heimsokn-(8)
Rætt við íslenska fjölmiðla

ITAF_heimsokn-(1)
Ítalskir fjölmiðlar á staðnum

ITAF_heimsokn-(9)
Beðið eftir flugtaki

ITAF_heimsokn-(5)

ITAF_heimsokn-(6)