Handfærabátar aðstoðaðir til hafnar fyrir austan

  • Stjornstod3

Miðvikudagur 14. ágúst 2013

Handfærabátur frá Breiðdalsvík, sem síðdegis í dag var að draga annan handfærabát með bilað stýri í land, fékk dráttartógið í skrúfuna um 1,2 sml SA af Rifsskeri. Hafði báturinn samband við Landhelgisgæsluna og óskaði eftir aðstoð.

Björgunarbáturinn Hafdís frá björgunarsveitinni Geisla á Fáskrúðsfirði sem og Björgunarskipið Hafbjörg frá björgunarsveitinni Gerpi á Neskaupsstað voru kallaðir út  auk þess voru bátar á svæðinu beðnir um að koma til aðstoðar. Samtals aðstoðuðu þrír aðrir handfærabátar sem og Hafdísin bátana tvo inn til hafnar á Breiðdalsvík, en björgunarskipið Hafbjörg hélt til baka til hafnar á Neskaupsstað þegar ljóst var að báðir bátarnir voru komnir í tog. Bátarnir voru komnir til hafnar á Breiðdalsvík kl 19:46 í kvöld.