Týr og Sif taka þátt í leit í æfingunni Sarex Greenland

Þriðjudagur 3. september 2013

Varðskipið Týr og flugvélin Sif tóku í dag þátt í æfingunni Sarex Grænland 2013 og voru við leit um 50 sjómílur austur af King Oskar firði á Grænlandi. Veður hefur verið mjög slæmt til leitar, 30-35 hnútar og snjókoma.

Þar sem skyggni var mjög slæmt gat TF-SIF aðeins skoðað svæðið með eftirlitsbúnaði flugvélarinnar og fann hún björgunarbát á reki. Varðskipið Týr hélt samstundis á staðinn og tók björgunarbátinn um borð.

Dönsku varðskipin Hvidbjornen, Vædderen og Knud Rasmussen eru einnig á svæðinu og taka þátt í leitinni. Vegna veðurs var flugi danskrar Hercules flugvélar frestað en síðar í dag er áætlað að flugvél bandarísku strandgæslunnar lendi í Meistaravík.

Æfingunni verður haldið áfram á morgun.

Myndir Áhöfn  v/s Tyr, TF-SIF og Árni Sæberg.


Magnús Örn og Gunnar Örn stýrimenn fylgjast með æfingunni í eftirlitsbúnaði.

SIF