Gná kölluð út vegna alvarlegra veikinda
Fimmtudagur 16. október 2013
Þegar TF-GNÁ var við æfingar eftir hádegi í dag barst beiðni frá 112 um aðstoð þyrlu vegna alvarlegra veikinda við Geysi í Haukadal. Lent var við Geysi kl. 15:17 og var sjúklingur fluttur um borð í þyrluna. Farið var að nýju í loftið kl. 15:25 og lent við Landspítalann í Fossvogi kl. 15:45.
Mynd Baldur Sveinsson