Ráðstefna vegna samnorræns loftrýmiseftirlits

  • SkyliLHG831

Miðvikudagur 29. október 2013

Landhelgisgæsla Íslands ásamt utanríkisráðuneytinu og Atlantshafsbandalaginu stóðu fyrir lokaundirbúningsráðstefnu vegna samnorræna loftrýmiseftirlitsverkefnisins í febrúar 2014, dagana 29. - 30. október. Norðmenn leggja til flugsveit í verkefnið en samhliða loftrýmisgæslunni verða Norðmenn, ásamt flugherjum Svíþjóðar og Finnlands og stofnunum NATO hér á landi, við æfingar sem byggja á hugmyndum um Norðurlandasamstarf.

Um sextíu manns fá Íslandi, Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og stofnunum NATO voru viðstaddir ráðstefnuna en gert er ráð fyrir að öll ríkin þrjú ásamt NATO leggi til flugflota sem samanstendur af orrustuþotum, ratsjárvél, þyrlum og eldsneytisáfyllingarvélum. Alls munu þátttakendur verða yfir 300 manns.

Á heimasíðu utanríkiráðuneytisins kemur fram að þátttaka Svía og Finna í verkefnum á Íslandi eigi sér bakgrunn í skýrslu Thorvalds Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra og varnarmálaráðherra Noregs, um norrænt samstarf í utanríkis- og varnarmálum sem hann afhenti utanríkisráðherrum Norðurlandanna árið 2009. Sjá hér.

Sjá frétt frá 2009.


Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar býður ráðstefnugesti velkomna