Flutningaskip fékk á sig brotsjó

Miðvikudagur 30. október 2013

Landhelgisgæslunni barst í gærkvöldi neyðarboð frá íslensku flutningaskipi  sem var fulllestað á siglingu norðvestur af Snæfellsnesi. Samstundis var haft samband við skipið og hafði skipið þá fengið á sig brotsjó og björgunarbátur skipsins losnað frá. Varðstjórar höfðu samband við nærstödd skip og tókst öðru þeirra að ná björgunarbátnum um borð.  Engar skemmdir urðu á skipinu en neyðarsendir björgunarbátsins fór í gang þegar hann fór útbyrðis.