Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði áhöfn Fernanda

Miðvikudagur 30. október 2013

Þyrlan TF-GNA bjargaði um kl. 15:00 í dag áhöfn flutningaskipsins Fernanda, samtals 11 manns um borð og  voru allir heilir á húfi. Áhöfnin var flutt með þyrlunni til Reykjavíkur þar sem sjúkraflutningamenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, lögregla og Tollurinn tóku á móti þeim. Var áhöfnin svo flutt með rútu til Rauða Krossins þar sem þeim var boðin áfallahjálp.

Aðgerðir hafa gengið í alla staði mjög vel og var mjög góð samvinna milli allra viðbragðsaðila en samhæfingastöð var virkjuð meðan aðgerðir stóðu yfir.

Varðskipið Þór er á leiðinni á staðinn með slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og kemur á staðinn í kvöld. Verða þá aðstæður metnar á staðnum. Varðskipið Þór er búið öflugum slökkvibúnaði sem sérstaklega er ætlað að sinna slökkvistörfum á sjó. Lóðsinn í Vestmannaeyjum er á staðnum og sprautar sjó yfir eldinn sem virðist vera í rénun.

Útkallið barst á síðustu vakt Haraldar Holsvik, vaktstjóra í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sem hefur starfaði í hálfa öld hjá Landhelgisgæslunni, má því segja að hann hafi hætt með látum.Áhöfn þyrlunnar Gná.
Guðmundur Ragnar Magnússon, stýrimaður, Brynhildur Bjartmarz, flugmaður, Sigurður Heiðar Wiium, flugstjóri, Hannes Petersen, þyrlulæknir og ÓskarÓskarsson, flugvirki,