Þyrla Landhelgisgæslunnar mun taka þátt í leitinni

Mánudagur 16. desember 2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar mun á morgun taka þátt í leit að skipverja sem er saknað af erlenda flutningaskipinu Alexiu sem kom til Reyðarfjarðar í gærkvöldi. Leitin hefur ekki borið árangur og var síðdegis ákveðið í samráði við Slysavarnarfélagið Landsbjörgu og lögreglu að fresta áframhaldandi leit til morguns. Níu bátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi fóru í dag yfir allt leitarsvæðið úti fyrir Reyðarfirði.